Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum 28. maí 2010 06:45 Jón Gnarr. „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira