Körfubolti

Barack Obama hvetur LeBron James til að fara til Chicago Bulls

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Obama þykir liðtækur körfuboltamaður.
Obama þykir liðtækur körfuboltamaður. AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvetur LeBron James til að ganga til liðs við Chicago Bulls í sumar. James er að skoða möguleikana sína en Chicago hefur verið talinn einn af líklegum áfangastöðum yfirgefi hann æskuslóðirnar í Ohio. Obama er einmitt frá Chicago.

„Ég vil nú ekki vera að skipta mér af," sagði Obama. „En ég get sagt þetta: Með (Derrick) Rose og Joakim Noah er góður grunnur í Chicago. Maður sér LeBron passa vel inn í hlutina þar," sagði forsetinn en ummælin hafa vakið mikla athygli.

Meistari Marv Albert var með Obama í spjalli á körfuboltavellinum við Hvíta Húsið.

„Ég held að það mikilvægasta sem LeBron getur gert núna er að finna góða uppbyggingu þar sem hann er með þjálfara sem hann virðir, þar sem hann getur unnið vel með samherjum sínum sem er annt um hann og ef það er í Cleveland, ætti hann að vera áfram í Cleveland. En ef honum finnst hann ekki fá þetta þar, ætti hann að leita annað," sagði Obama.

Mike Brown, fyrrum þjálfari Cleveland, var einmitt rekinn í dag.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×