Innlent

Stofninn lítill og nýliðun slök

Úthafsrækjustofninn mælist enn lítill og er veiðistofninn svipaður og síðustu fjögur ár. Ólíklegt er talið að rækjustofninn vaxi mikið í bráð. Þetta er niðurstaða árlegrar stofnmælingar Hafrannóknastofnunar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land.

Bráðabirgðaútreikningar sýna að nýliðun rækju er enn slök og mældist hún sú næstlélegasta frá upphafi.

Miðað við þessar upplýsingar telur Hafrannsóknastofnunin ekki tilefni til endurskoðunar ráðgjafar frá síðastliðnu vori um hámarksafla úr úthafsrækjustofninum. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×