Fótbolti

Níu Börsungar kláruðu dæmið gegn Getafe

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Nordic photos/AFP

Barcelona vann góðan 2-1 sigur gegn Getafe á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni færri stærstan hluta leiksins.

Lionel Messi opnaði markareikninginn fyrir Barcelona strax á 7. mínútu en heimamenn misstu svo mann út af á 27. mínútu þegar varnarmaðurin gerard Pique fékk að líta beint rautt spjald.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Barcelona en tíu Börsungar héldu áfram að berjast og uppskáru samkvæmt því þegar Xavi innsiglaði sigurinn með öðru marki heimamanna á 67. mínútu.

Gestirnir í Getafe náðu reyndar að klóra í bakkann þegar Robergto Soldado Rillo skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Rafael Marquez fékk þá að líta rauða spjaldið og Börsungar því tveimur færri. Getafe-menn komust hins vegar ekki lengra og niðurstaðan sem segir 2-1 sigur Barcelona.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×