Háskólar í mótun 1. október 2010 06:00 Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun