Innlent

Vill betra flæði á upplýsingum

Heldur úr höfn Vestmannaeyingar vilja betri upplýsingar um ferðir Herjólfs.
Fréttablaðið/Stefán
Heldur úr höfn Vestmannaeyingar vilja betri upplýsingar um ferðir Herjólfs. Fréttablaðið/Stefán

Elliði Vignisson bæjar­stjóri í Vestmannaeyjum hefur lýst yfir óánægju með upplýsingaflæði vegna ferða Herjólfs, en ferð til lands féll niður í gærmorgun sökum óhagstæðra veðurskilyrða.

Í samtali við Eyjafréttir.is sagði Elliði að þótt eflaust væri verið að vinna að úrbótum hefðu þær tekið of langan tíma.

„Það skiptir hins vegar mestu að lágmarka óþægindin fyrir farþegana. Það er hægt að gera með endurbótum á upplýsingagjöf,“ segir Elliði og kallar einnig eftir því að seinni ferðum verði flýtt, sé þeim fyrri aflýst.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×