Tinna jafnaði vallarmetið en Ólafía heldur forustunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 17:30 Tinna Jóhannsdóttir úr Keili. Mynd/Stefán Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið. Tinna lék frábærlega í dag (2 undir eftir 16 holur) og var komin í efsta sætið undir lok dagsins. Tinna tapaði hinsvegar tveimur höggum á 17. holu og á sama tíma fékk Ólafía tvo fugla á síðustu þremur holunum og náði því aftur að komast í efsta sætið. Tinna lék á 71 höggi í dag og jafnaði þar með vallarmetið sem Valdís Þóra Jónsdóttir setti í Pro-Am mótinu síðastliðinn mánudag. Signý Arnórsdóttir, félagi Tinnu úr Keili, spilaði einnig vel í dag eða á tveimur höggum yfir pari. Signý er í þriðja sæti þremur höggum á eftir Ólafíu. Nína Björk Geirsdóttir á einnig góða möguleika fyrir lokadaginn en hún er í fórða sæti höggi á eftir Signýju. Staða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +15 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 3. Signý Arnórsdóttir, GK +18 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +20 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +23 6. Þórdís Geirsdóttir, GK +24 7. Berglind Björnsdóttir, GR +25 8. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +29 9. Helena Árnadóttir, GR +34 10.Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +35 10. Karlotta Einarsdóttir, Nes +35 Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið. Tinna lék frábærlega í dag (2 undir eftir 16 holur) og var komin í efsta sætið undir lok dagsins. Tinna tapaði hinsvegar tveimur höggum á 17. holu og á sama tíma fékk Ólafía tvo fugla á síðustu þremur holunum og náði því aftur að komast í efsta sætið. Tinna lék á 71 höggi í dag og jafnaði þar með vallarmetið sem Valdís Þóra Jónsdóttir setti í Pro-Am mótinu síðastliðinn mánudag. Signý Arnórsdóttir, félagi Tinnu úr Keili, spilaði einnig vel í dag eða á tveimur höggum yfir pari. Signý er í þriðja sæti þremur höggum á eftir Ólafíu. Nína Björk Geirsdóttir á einnig góða möguleika fyrir lokadaginn en hún er í fórða sæti höggi á eftir Signýju. Staða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +15 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 3. Signý Arnórsdóttir, GK +18 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +20 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +23 6. Þórdís Geirsdóttir, GK +24 7. Berglind Björnsdóttir, GR +25 8. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +29 9. Helena Árnadóttir, GR +34 10.Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +35 10. Karlotta Einarsdóttir, Nes +35
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira