Sjúkraflug í öskufalli bíður vottunar 14. maí 2010 05:00 Síðastliðinn föstudag skrifaði Mýflug undir saming við Sjúkratryggingar Íslands um að taka tímabundið við sjúkraflugi í Vestmannaeyjum. Myndin er frá sjúkraflugi Mýflugs frá Eskifirði árið 2006. Mynd/Hörður Geirsson Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira