Körfubolti

NBA: Búið að velja varamenninna í Stjörnuleikinn - sjö nýliðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki verður fulltrúi heimaliðsins í Stjörnuleiknum í Dallas.
Dirk Nowitzki verður fulltrúi heimaliðsins í Stjörnuleiknum í Dallas. Mynd/AP

Sjö leikmenn voru valdir í fyrsta sinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer á nýja Cowboys-leikvanginum í Dallas 14. febrúar næstkomandi.

Tveir leikmenn Boston Celtics og Atlanta Hawks voru valdir í lið Austurstrandarinnar en það voru þeir Paul Pierce og Rajon Rondo hjá Boston og Joe Johnson og Al Horford hjá Atlanta.

Rondo og Horford eru að fara spila sinn fyrsta stjörnuleik en það eru líka Kevin Durant (Oklahoma City), Gerald Wallace (Charlotte), Zach Randolph (Memphis), Derrick Rose (Chicago) og Deron Williams (Utah) en Williams á ættir sínar að rekja til Dallassvæðisins.

Hér fyrir neðan má sjá þá 24 leikmenn sem hafa verið valdir til þess að spila 59. Stjörnuleik NBA-deildarinnar frá upphafi en talið er að um 100 þúsund manns komi saman á Cowboys-leikvanginum í Dallas til þess að horfa á leikinn.

Lið Austurstrandarinnar

Byrjunarlið:

Allen Iverson, Philadelphia 76ers (11. skipti)

Dwyane Wade, Miami Heat (6. skipti)

LeBron James, Cleveland Cavaliers (6. skipti)

Kevin Garnett, Boston Celtics (13. skipti)

Dwight Howard, Orlando Magic (4. skipti)

Varamenn:

Joe Johnson, Atlanta Hawks (4. skipti)

Rajon Rondo, Boston Celtics (Nýliði)

Derrick Rose, Chicago Bulls (Nýliði)

Paul Pierce, Boston Celtics (8. skipti)

Gerald Wallace, Charlotte Bobcats (Nýliði)

Al Horford, Atlanta Hawks (Nýliði)

Chris Bosh, Toronto Raptors (5. skipti)

Lið Vesturstrandarinnar

Byrjunarlið:

Steve Nash, Phoenix Suns (7. skipti)

Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (12. skipti)

Carmelo Anthony, Denver Nuggets (3. skipti)

Tim Duncan, San Antonio Spurs (12. skipti)

Amar'e Stoudemire, Phoenix Suns (5. skipti)

Varamenn:

Chris Paul, New Orleans Hornets (3. skipti)

Brandon Roy, Portland Trail Blazers (3. skipti)

Deron Williams, Utah Jazz (Nýliði)

Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Nýliði)

Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks (9. skipti)

Zach Randolph, Memphis Grizzlies (Nýliði)

Pau Gasol, Los Angeles Lakers (3. skipti)



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×