Kristján: Meistaraheppnin er með okkur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 06:30 Gunnar Einarsson skallar boltann í leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli." Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira
Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli."
Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira