Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni 17. ágúst 2010 06:00 Vettvangur Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á vettvangi morðsins í einbýlishúsinu við Háaberg í Hafnarfirði, þar sem tæknideild lögreglunnar hefur fínkembt húsið og nágrenni þess. Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss
Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira