Innlent

Flugumferð um Akureyri takmörkuð

Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt .
Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt . Mynd/Kristján

Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt vegna nýrrar öskufallsspár. Þar verður ekki gefin svokölluð blindflugsheimild, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Flugstoða. Von er á næstu öskufallspá á miðnætti.

Ekki voru gefnar blindflugsheimildir á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli í dag og því var millilandaflugi beint til Akureyrar.

„Það er hægt að fljúga sjónflug frá Akureyrarflugvelli eins og gert var frá Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugfélögin fá ekki blindflugsheimild," segir Hjördís sem leggur áherslu á að flugvöllurinn sé ekki lokaður.

Flugfarþegum er bent á að fylgjast með heimasíðum flugfélaganna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×