Fótbolti

Real Madrid þarf að sparka Messi niður

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lionel Messi verður í eldlínunni annað kvöld.
Lionel Messi verður í eldlínunni annað kvöld.

El Clasico verður annað kvöld þegar Real Madrid tekur á móti Barcelona. Liðin eru hnífjöfn að stigum á toppi deildarinnar en leikurinn er gríðarlega mikilvægur þar sem innbyrðis viðureignir gætu skorið úr um hvort liðið verður meistari í lok móts.

Börsungar unnu fyrri viðureign liðanna 1-0. Ljóst er að Real Madrid þarf að stöðva litla töframanninn Lionel Messi sem er besti knattspyrnumaður heims.

Hristo Stoichkov, gamla goðsögnin hjá Barcelona, telur að eini möguleiki Madrídinga á að stöðva Messi sé að sparka hann niður. „Messi er of snjall til að falla í gildruna en ef þeir sparka hann ekki niður sé ekki hvernig eigi að stöðva hann," sagði Stoichkov.

„Ég tel þetta síðasta tækifærið fyrir Real Madrid til að liðið geti unnið titilinn. Ef þeir ná ekki að leggja Barca geta þeir kysst titilvonirnar bless."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×