Fótbolti

Hvort á Barcelona eða Real Madrid eftir erfiðari leiki?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barátta Barcelona og Real Madrid um titilinn ætti að ná allt fram í lokaumferð.
Barátta Barcelona og Real Madrid um titilinn ætti að ná allt fram í lokaumferð. Mynd/AFP
Það er enn spenna í baráttunni um spænska meistaratitilinn þrátt fyrir að Barcelona hafi unnið Real Madrid sannfærandi á dögunum. Barcelona náði aðeins markalausu jafntefli um síðustu helgi og nú munar aðeins einu stigi á liðunum þegar fimm leikir eru eftir. Það er því fróðlegt að skoða hvort liðið á eftir erfiðari andstæðinga í síðustu fimm umferðunum.

Barcelona á eftir heimaleiki á móti þremur neðstu liðum deildarinnar og sá fyrsti af þeim er á móti botnliði Xerez um helgina. Barcelona á líka eftir útileiki á móti liðunum í 5. (Sevilla) og 6. sæti (Villarreal). Það ættu því að vera 9 örugg stig í húsi en það reynir meira á liðið í útileikjunum tveimur.

Real Madrid á aðeins eftir tvo heimaleiki sem eru á móti liðum í 7. (Athletic Bilbao) og 11. sæti (Osasuna). Real Madrid á síðan eftir mjög erfiðan útileik á móti Real Mallorca en hinir tveir útileikirnir eru á móti liðum sem eru enn í mikilli fallhættu, Real Zaragoza (16. sæti) og Malaga (17. sæti).

Leikir Barcelona:

Xerez, heima (20. sæti)

Villarreal, úti (6. sæti)

Tenerife, heima (18. sæti)

Sevilla, úti (5. sæti)

Real Valladolid, heima (19. sæti)

Niðurstaða: 3 auðveldir, 2 erfiðir

Leikir Real Madrid:

Real Zaragoza, úti (16. sæti)

Osasuna, heima (11. sæti)

Real Mallorca, úti (4. sæti)

Athletic Bilbao, heima (7. sæti)

Malaga, úti (17. sæti)

Niðurstaða: 3 auðveldir, 1 krefjandi, 1 erfiður






Fleiri fréttir

Sjá meira


×