Fótbolti

Sænski landsliðsþjálfarinn lofar Zlatan verðlaunum á stórmóti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Erik Hamrén á blaðamannafundinum í dag.
Zlatan Ibrahimovic og Erik Hamrén á blaðamannafundinum í dag. Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic verður fyrirliði sænska landsliðsins í fótbolta en þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þegar tilkynnt var um endurkomu stærstu fótboltastjörnu Svía í sænska landsliðið.

Nýi landsliðsþjálfari Svía, Erik Hamrén, sannfærði Barcelona-leikmanninn um að gefa aftur kost á sér í landsliðið en ein af gullrótunum var að Zlatan mun taka við fyrirliðabandinu af Anders Svensson.

„Eftir síðasta leikinn í undankeppninni þar sem var ljóst að við kæmumst ekki á HM þá missti ég allan áhuga fyrir landsliðinu. Ég hugsaði aldrei um landsliðið fyrst mánuðina en svo kom í ljós að ég saknaði þess að spila með landsliðinu. Ég vil spila þessa leiki og berjast fyrir þjóð mína," sagði Zlatan sem tók sér níu mánaða frí frá landsliðinu.

„Ég hafði tapað áhuganum og drifkraftinum fyrir landsliðinu en nú er hann kominn til baka. Það er eins og allt sé núna nýtt og ferskt. Erik kemur með nýjar hugmyndir og það er allt miklu jákvæðara," sagði Zlatan sem hefur látið heillast af Erik Hamrén.

„Ég þekki hann ekki ennþá en við fyrstu kynni líður mér eins og við hugsum eins og það komi ekkert annað en sigur til greina. Hann hefur lofað mér að vinnum verðlaun," sagði Zlatan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×