Innlent

Fjárfesta fyrir 200 milljónir

mentor Vilborg Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Mentor, sem fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir.Fréttablaðið/gva
mentor Vilborg Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Mentor, sem fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir.Fréttablaðið/gva

Samlagssjóðurinn Frumtak keypti hlut í fyrirtækinu Mentor fyrir tvö hundruð milljónir króna.

Mentor var stofnað fyrir tuttugu árum og hefur frá upphafi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa fyrir grunn- og leikskóla.

Í tilkynningu segir að Mentor sé notað í fjórum löndum og sé áætlað að setja upp starfsstöð í Sviss í byrjun næsta árs.

Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, viðskiptabanka og nokkurra lífeyrissjóða. Hann fjárfestir í sprotafyrirtækjum sem eiga vaxtarmöguleika erlendis. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×