Fótbolti

Stjórn Real Madrid stendur við bakið á Pellegrini

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pellegrini situr í heitu sæti.
Pellegrini situr í heitu sæti.

Jorge Valdano, íþróttastjóri Real Madrid, segir að stjórn félagsins standi með þjálfaranum Manuel Pellegrini.

Pressan á Pellegrini jókst eftir að Real mistókst að komast áfram úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við virðum Pellegrini og höfum trú á hans vinnu. Samningur hans er út næsta tímabil og hann mun halda áfram sínu starfi. Tímabilinu er ekki lokið, það eru enn hlutir til að berjast um," sagði Valdano.

Pellegrini er níundi þjálfari Real Madríd síðan Vicente Del Bosque yfirgaf félagið 2003. Hann var harðlega gagnrýndur fyrr á tímabilinu þegar Real féll úr leik í spænska bikarnum gegn 3. deildarliðinu Alcorcon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×