Innlent

Hófst með hótunum í síma

heimilið Tvær atlögur voru gerðar að heimili feðganna um síðustu helgi.
heimilið Tvær atlögur voru gerðar að heimili feðganna um síðustu helgi.

Þeir sem stóðu að húsbrotinu í Vesturbænum um síðustu helgi, hjá kúbverskum feðgum og sambýliskonu föðurins, höfðu hótað fólkinu með smáskilaboðum og símtölum áður en þeir létu til skarar skríða.

Mennirnir sem stóðu fyrir húsbrotinu gerðu fyrra áhlaupið á laugardeginum. Þá brutu þeir rúður á heimili fólksins og hrópuðu hótanir að því. Síðara áhlaupið gerðu þeir aðfaranótt sunnudagsins þegar þeir brutust inn í húsið og hótuðu fólkinu öllu illu. Á sunnudaginn handtók lögreglan tvo menn, annan innan við tvítugt en hinn á fertugsaldri. Sá síðarnefndi situr í gæsluvarðhaldi fram á föstudag.

Margt þykir benda til þess að kynþáttafordómar hafi ráðið ferðinni í þessu máli, þar sem upphaf þess má rekja til tilraunar nema í menntaskóla til þess að stía í sundur kúbverska piltinum og íslenskri vinkonu hans. Þegar fleiri komu að málinu, allir á aldrinum 16 og 17 ára, fór það úr böndunum og leiddi til atlaganna að heimili kúbversku feðganna sem flúðu fyrirvaralaust land í kjölfarið. Faðirinn hafði verið búsettur hér um árabil.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×