Körfubolti

Arenas fullur iðrunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Byssubrandurinn Gilbert Arenas er fullur iðrunar þessa dagana og segist eiga það skilið að sér verði refsað fyrir hegðun sína.

Arenas játaði sekt sína að hafa tekið byssur á æfingu Washington Wizards og síðan miðað þeim á liðsfélaga sinn Jason Crittendon. Dæmt verður í máli hans í næstu viku og NBA hefur sett hann í bann út leiktíðina.

Einna verst þykir Arenas að hafa skaða minningu eiganda Wizards, Abe Pollin, sem féll frá síðastliðinn nóvember.

„Ég á málverk af honum í bílskúrnum mínum. Ég labba framhjá því með hausinn í bringunni á hverjum degi. Ég hringdi í konuna hans og tjáði henni að ég hefði hringt í Abe ef hann væri á lífi. Ég vildi sýna henni sömu virðingu og biðja hana afsökunar. Ég sagði henni einnig að ég ætti það skilið að vera refsað. Ég mun gera hvað sem er til þess að endurheimta virðingu Abe," sagði Arenas en hversu margir tengi þennan fyrrum eiganda félagsins beint við hegðun Arenas er óljóst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×