Körfubolti

NBA: Cleveland komið í forystu gegn Celtics

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
LeBron kann þetta.
LeBron kann þetta. Nordicphotos/GettyImages
Þrátt fyrir að vera lítillega meiddur á olnboga aftraði það ekki yfirburðarmanninum LeBron James, sem verður að teljast algjört fyrirbæri, að leiða Cleveland til átta stiga sigurs á Boston Celtics í nótt. Cleveland vann 93-101 og er þar með komið í 1-0 forystu í undanúrslitarimmu liðanna.

Boston var sterkara framan af og leiddi 26-20 eftir fyrsta leikhluta og 54-43 í hálfleik.

En um miðjan þriðja leikhluta, þegar Boston var ellefu stigum yfir, vaknaði loksins Mo Williams hjá Cleveland. Hann skoraði 14 af 20 stigum sínum í þriðja leikhluta þegar Boston komst yfir í fyrsta skitpi í langan tíma. Staðan 78-79 að honum loknum.

Seinasti leikghlutinn var spennandi, þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 90-90. Þá kláraði LeBron bara leikinn.

Hann skoraði góða körfu þegar hann tók eigið frákast, varði síðan skot og þegar 22 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu sem kláraði leikinn.

James var með 35 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Williams var með 20 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar.

Rajon Rondo skoraði 27 stig fyrir Boston og gaf 12 stoðsendingar auk þess sem hann tók 6 fráköst. Kevin Garnett skoraði 18 stig og Ray Allen 14.

Næsti leikur er á mánudagskvöldið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×