Innlent

Golfvöllur bara á teikniborðinu

Á Álftanesi
Fulltrúi minnihlutans mótmælir áformum um golfvöll á sama tíma og grunnþjónusta sé skert.
Á Álftanesi Fulltrúi minnihlutans mótmælir áformum um golfvöll á sama tíma og grunnþjónusta sé skert.

Sigurður Magnús­son, fulltrúi Á-listans, sem situr einn í minnihluta í bæjarstjórn Álftaness, mótmælti á síðasta fundi samþykkt deiliskipulags sem felur í sér nýjan golfvöll í sveitarfélaginu.

Í bókun Sigurðar segir að um sé að ræða áform um að hefjast handa við undirbúning golfvallar á Norðurnesinu. Það muni kosta tugmilljónir á sama tíma og grunnþjónusta við íbúana sé skorin niður.

Meirihluti D, B og L-lista bókaði þá að Sigurður færi með rangt mál.

„Í þessari samþykkt er einungis verið að tala um deiliskipulag svæðis en ekki framkvæmdir við golfvöll eins og fulltrúi Á-listans heldur svo ranglega fram,“ sögðu fulltrúar meirihlutans. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×