Staksteinn 10. júlí 2010 06:00 Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar