Fótbolti

Guardiola vill ekki lengur tala um Fabregas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Mynd/AP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ætlar sér greinilega að gera sitt til að loka á umræðuna um Barcelona og Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal.

Guardiola var enn á ný spurður út í Cesc Fabregas sem fór í gegnum unglingastarf Barcelona áður en hann gekk til liðs við Arsenal 17 ára gamall. Fabregas hefur sjálfur ýtt undir fjölmiðlaumræðuna með því óska eftir því sjálfur að komast aftur til sín heima.

Það var hinsvegar lítið um svör hjá þjálfara Barcelona þegar Guardiola var enn á nú spurður út í möguleikann á því að Cesc Fabrega kæmi til Barcelona.

Pep Guardiola skellti upp úr þegar hann heyrði spurningu blaðamanns Sky Sports og svaraði síðan: „Þetta er góð spurning, vertu blessaður," sagði Guardiola og yfirgaf staðinn.

Í stað þess að kaupa Cesc Fabregas (Arsenal hafnaði 29 milljón punda tilboði í sumar) þá keypti Barcelona Argentínumanninn Javier Mascherano frá Liverpool. Mascherano hefur ekki verið sannfærandi í leikjum Barcelona sem hefur hikstað í upphafi tímabilsins og er sem stendur "aðeins" í 4. sæti spænsku deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×