Fótbolti

Fabiano orðinn þreyttur á bekkjarsetunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það bjuggust margir við því að Brasilíumaðurinn Luis Fabiano myndi yfirgefa herbúðir spænska liðsins Sevilla í sumar eftir vasklega framgöngu á HM.

Ekkert varð þó af því og hann skrifaði meira að segja undir nýjan samning við spænska liðið.

Það hefur ekkert gengið upp hjá Sevilla í vetur. Liðinu mistókst að komast í Meistaradeildinni og á endanum fékk þjálfarinn að fjúka þar sem ekkert gekk í deildinni heldur.

Fabiano hefur ekki átt fast sæti í liðinu og hann íhugar nú að skipta um félag fari tækifærunum ekki að fjölga.

Fjölmörg félög hafa enn áhuga á að kaupa hann þannig að Sevilla fengi alltaf fínan pening fyrir leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×