Fótbolti

Ólafur Ingi tryggði SønderjyskE sannkallaðarn sex stiga sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Mynd/Anton
Ólafur Ingi Skúlason var hetja SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á útivelli í botnbaráttuslagnum við AGF. Ólafur skoraði markið á 88. mínútunni en SønderjyskE náði með því þriggja stiga forskoti á AGF sem situr áfram í fallsæti deildarinnar.

Dönsku miðlarnir töluðu um að maður með grímuna hafi sent AGF hálfa leið niður um deild en Ólafur Ingi spilar með grímu á andlitinu. Það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni og því stigin þrjú gríðarlega dýrmæt fyrir SønderjyskE.

Þetta leit ekki vel út fyrir SønderjyskE sem lenti 1-0 undir á upphafsmínútum seinni hálfleiks. SønderjyskE tókst hinsvegar að jafna leikinn á 67. mínútu þökk sé sjálfsmarki hjá AGF og svo var komið að þætti Ólafs þegar leikurinn var að renna út. Bæði mörk SønderjyskE komu eftir aukaspyrnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×