Sport

NFL breytir reglum um framlengingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eigendur liða í NFL-deildinni samþykktu með miklum meirihluta að breyta reglum framlengingar í úrslitakeppninni. Framlenging verður með sama sniði og áður í deildarkeppninni. Það lið sem skorar fyrst, það vinnur.

Frá og með næsta tímabili verður ekki nóg að skora vallarmark í fyrstu sókn framlengingar til þess að vinna leikinn. Það verður að skora snertimark í fyrstu sókn til þess að vinna.

Ef lið skorar aðeins vallarmark í fyrstu sókn þá fær hitt liðið boltann og tækifæri til þess að jafna.

Ef hvorugt lið skorar snertimark í fyrstu sókn sinni í framlengingu þá dugar að skora vallarmark til þess að vinna leikinn.

Umræðan um að breyta þessari reglu kom upp eftir að New Orleans Saints vann Minnesota Vikings í úrslitakeppninni með vallarmarki í framlengingu.

Mörgum fannst þá fúlt að eitt uppkast gæti nánast ráðið því hvort liðið myndi vinna leikinn.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×