Innlent

Mikið um þjófnaði á Akranesi

Nokkuð var um þjófnaði á Akranesi í síðustu viku.
Nokkuð var um þjófnaði á Akranesi í síðustu viku.

6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku.

Farið var inn í þrjár bifreiðar í vikunni og úr þeim stolið munum.

Fyrir liggur að í að minnsta kosti tveimur tilfellum var um ólæstar bifreiðar að ræða.

Að vísu var ekki miklum verðmætum stolið en brýnt er að umráðamenn gangi frá bifreiðum sínum læstum og skilji ekki eftir í þeim verðmæti.

Þá var ljósum stolið af vinnuvélum og eigandi báts sem hafði verið geymdur í Hvalfirði tilkynnti um að honum hefði verið stolið.

Hann hafði svo samband skömmu síðar, búinn að finna bátinn og sagði eðlilegar skýringar á hvarfinu.

7 ökumenn voru staðnir að of hröðum akstri í síðastliðinni viku. Sá sem hraðast ók af þeim mældist á 128 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90. Þá voru tveir kærðir fyrir að nota ekki bílbelti og einn fyrir að aka þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum.

Einn ökumaður var færður á lögreglustöð grunaður um ölvun við akstur. Þar var tekið öndunarsýni og í framhaldi af því var viðkomandi sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×