Spænskir bankar glíma við 13.000 milljarða vandamál 30. nóvember 2010 08:22 Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg." Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg."
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira