Innlent

Beðið mælinga á borholu

Jarðhiti  Beðið er mælinga á tilraunaborholu á Reykjanesi. Fréttablaðið/Valli
Jarðhiti Beðið er mælinga á tilraunaborholu á Reykjanesi. Fréttablaðið/Valli

HS orka bíður nú lokaniðurstöðu úr tilraunaborun á Reykjanesi, en um næstu mánaðamót ætti að verða ljóst hvort hægt verði að nota borholuna til orkuöflunar fyrir væntanlega stækkun Reykjanesvirkjunar.

Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS orku, er holan á jarðhitasvæðinu.

„Hitinn er til staðar, en það er spurning hvort hún sker nógu mikið af sprungum til að verða vinnsluhola, en annars verður hún niðurdælingarhola.“

Stækkun Reykjanesvirkjunar er ein forsenda í orkuöflun fyrir væntanlegt álver í Helguvík.

Framleiðsla orku frá Reykjanesvirkjun hófst í maí árið 2006. Virkjunin samanstendur af tveimur 50 MW tvístreymishverflum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×