Sport

Björgvin endaði í 24. sæti á heimsbikarmóti í svigi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skíðarmaðurinn Björgvin Björgvinsson.
Skíðarmaðurinn Björgvin Björgvinsson. Mynd/GettyImages
Björgvin Björgvinsson endaði í 24. sæti á heimsbikarmóti í svigi í Zagreb í Króatíu í dag eftir að að hafa bætt stöðu sína um sex sæti í seinni ferðinni. Þetta er besti árangur hans á heimsbikarmóti en hann lenti í 25. sæti á sama móti fyrir ári síðan.

Björgvin skíðaði mjög vel við erfiðar aðstæður og það lentu margir kollegar hans í vandræðum í seinni hluta brekkunnar sem var einstaklega varasamur.

Björgvin varð í 30. sæti eftir fyrri ferð þrátt fyrir að hafa verið með rásnúmer 58. Hann kom þá í mark á 53,17 sekúndum, 2,69 sekúndum á eftir Austurríkismanninum Mario Matt sem náði besta tímanum.

Björgvin fór seinni ferðina á 59,97 sekúndum og var því samanlagt á 1 mínútu og 53,14 sekúndum í báðum ferðum sínum. Björgvin skíðaði betur í seinni ferðinni en átta af þrjátíu mönnum í úrslitunum og hafnaði því í 24. sæti.

Ítalinn Giulano Razzoli vann keppnina á 1 mínútu og 50 sekúndum en hann var einni mínútu og 9,21 sekúndum fljótari en Björgvin í ferðunum tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×