Innlent

Ekki sátt um launafrystingu

Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir

Kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok nóvember en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýsti því yfir í gær að ekki stæði til að hækka laun þeirra. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, undrast þessi orð ráðherrans.

„Ég þykist vita að það verði ekki sátt um að það verði ekki launahækkanir, ég tala nú ekki um á lægstu laun," segir hún. Nú séu samningaviðræður fram undan og þessi ummæli séu ekki gott veganesti inn í þær.

„Það skýtur auðvitað skökku við þegar annar aðilinn er þegar búinn að ákveða það að niðurstaðan verði núll. Þá eru það sérkennilegar viðræður," segir hann.

Elín segir niðurskurðarkröfuna í fjárlagafrumvarpinu vera áfall og félagar í BSRB séu mjög uggandi. Hún viti þó ekki við hversu mörgum uppsögnum megi búast. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×