Tónlist

Notar ekki Auto-Tune

Alicia notar ekki hljóðverstækni til að betrumbæta rödd sína.
Alicia notar ekki hljóðverstækni til að betrumbæta rödd sína.

Söngkonan Alicia Keys segist aldrei nota tæknina sem er í boði í hljóðverum til að betrumbæta rödd sína. Þess í stað treystir hún algjörlega á sína eigin rödd.

„Ég nota aldrei „Auto-Tune“ eða eitthvað í þeim dúr. Ég vil ekki sjá svoleiðis hugbúnað. Mér er sama þótt aðrir noti hann en ef ég get ekki sungið lagið upp á eigin spýtur þá tek ég það ekki upp,“ sagði Keys. Hún er dugleg við að semja ný lög og notar oft farsímann þegar sköpunargáfan kemur yfir hana.

„Ég punktaði smá niður á símann minn fyrir nokkrum dögum. Það er gömul hugmynd að lagi sem kallast Holy Love.“

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.