NBA í nótt: Boston og Cleveland áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2010 09:00 LeBron James í baráttunni í nótt. Mynd/AP Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2. Cleveland og Boston munu nú mætast í annarri umferðinni og verður fyrsti leikur liðanna nú á laugardaginn. Cleveland vann Chicago, 96-94, í spennandi leik þar sem Cleveland var lengst af með undirtökin. Liðið náði þó aldrei að hrista gestina af sér og fékk Chicago möguleika á að jafna metin þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Það tókst þó ekki. Helsta áhyggjuefni fyrir Cleveland í leiknum var þó að LeBron James virtist meiðast á vinstri olnboga í leiknum og óvíst hvaða áhrif það hefur á hann í framhaldinu. „Ég veit í sannleika sagt ekki hvað er á seyði," sagði James eftir leikinn. „Mér líður eins og ég hafi rekist í vitlausa beinið og mér líður eins og að ég sé dofinn í olnboganum." Þrátt fyrir það var James aðeins hársbreidd að ná þrefaldri tvennu og verða þar með fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær slíku í tveimur leikjum í úrslitakeppninni í röð. Hann var með nítján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Cleveland með nítján stig og Delonte West var með sextán. Hjá Chicago var Derrick Rose með 31 stig og Luol Deng 26. Cleveland vann rimmuna gegn Chicago samtals 4-1. Boston vann Miami, 96-86, og þar með 4-1 í rimmu liðanna. Dwyane Wade, leikmaður Miami, viðurkenndi eftir leik að betra liðið hefði unnið seríuna. Hann var með 31 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst í leiknum. Mario Chalmers kom næstur með 20 stig. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig, Paul Pierce með 21 og Rajon Rondo með sextán og tólf stoðsendingar. Þá vann Dallas sigur á San Antonio, 103-81, í afar spennandi rimmu liðanna frá Texas. Leikurinn fór fram á heimavelli Dallas en San Antonio getur tryggt sér sæti í næstu umferð á heimavelli sínum á þriðjudaginn. Caron Butler átti stórleik og skoraði 35 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Dallas hafði tapað þremur leikjum í röð í seríunni en sigur liðsins í nótt var sannfærandi. Engum leikmanni Dallas hafði tekist að skora meira en 30 stig í leik í úrslitakeppninni síðan 2006 fyrir utan Dirk Nowitzky sem var með fimmtán stig í nótt. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio, Grant Hill var með tólf og Tim Duncan ellefu. NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2. Cleveland og Boston munu nú mætast í annarri umferðinni og verður fyrsti leikur liðanna nú á laugardaginn. Cleveland vann Chicago, 96-94, í spennandi leik þar sem Cleveland var lengst af með undirtökin. Liðið náði þó aldrei að hrista gestina af sér og fékk Chicago möguleika á að jafna metin þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Það tókst þó ekki. Helsta áhyggjuefni fyrir Cleveland í leiknum var þó að LeBron James virtist meiðast á vinstri olnboga í leiknum og óvíst hvaða áhrif það hefur á hann í framhaldinu. „Ég veit í sannleika sagt ekki hvað er á seyði," sagði James eftir leikinn. „Mér líður eins og ég hafi rekist í vitlausa beinið og mér líður eins og að ég sé dofinn í olnboganum." Þrátt fyrir það var James aðeins hársbreidd að ná þrefaldri tvennu og verða þar með fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær slíku í tveimur leikjum í úrslitakeppninni í röð. Hann var með nítján stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Cleveland með nítján stig og Delonte West var með sextán. Hjá Chicago var Derrick Rose með 31 stig og Luol Deng 26. Cleveland vann rimmuna gegn Chicago samtals 4-1. Boston vann Miami, 96-86, og þar með 4-1 í rimmu liðanna. Dwyane Wade, leikmaður Miami, viðurkenndi eftir leik að betra liðið hefði unnið seríuna. Hann var með 31 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst í leiknum. Mario Chalmers kom næstur með 20 stig. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig, Paul Pierce með 21 og Rajon Rondo með sextán og tólf stoðsendingar. Þá vann Dallas sigur á San Antonio, 103-81, í afar spennandi rimmu liðanna frá Texas. Leikurinn fór fram á heimavelli Dallas en San Antonio getur tryggt sér sæti í næstu umferð á heimavelli sínum á þriðjudaginn. Caron Butler átti stórleik og skoraði 35 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Dallas hafði tapað þremur leikjum í röð í seríunni en sigur liðsins í nótt var sannfærandi. Engum leikmanni Dallas hafði tekist að skora meira en 30 stig í leik í úrslitakeppninni síðan 2006 fyrir utan Dirk Nowitzky sem var með fimmtán stig í nótt. Tony Parker skoraði átján stig fyrir San Antonio, Grant Hill var með tólf og Tim Duncan ellefu.
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli