Innlent

Dregið hefur úr flóðahættu

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli sést í allt að níu kílómetra hæð. Nokkuð rofaði til yfir gosstöðvunum í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur býst við að draga taki úr gosinu á næstu dögum.

Skýjað og þungbúið hefur verið yfir Eyjafjallajökli frá því að gosið hófst á miðvikudag. Í gærkvöldi tók hins vegar að rofa til. Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og fengu þá betri mynd af gosinu. Eldgosið er enn í fullum gangi og er gjóskumyndun mikil.

„Varðandi áframhald gossins þá sýna mælingar að vikuhólfið er á litlu dýpi. Það getur ekki verið stór tankur. Þannig að það má búast við því næstunni, hvort sem það er á næstu klukkutímum eða dögum, að það fari að draga úr þessu. Það getur vel verið að þetta verði svipað næstu daga," segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.

Hann segir að dregið hafi úr flóðahættu.

Töluvert hefur verið um eldingar í gosmökknum. „Flestar eldingarnar sem að við höfum séð eru annað hvort í gosstöðinni í gosmökkinum í grennd við hana þannig að fólk á ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af þessu," segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×