Innlent

Greiða skólagjöld fyrir atvinnulausa

Gissur Pétursson Kostnaður Vinnumálastofnunar vegna háskólanáms atvinnulausra gæti numið allt að fimmtíu milljónum króna. Fréttablaðið/vilhelm
Gissur Pétursson Kostnaður Vinnumálastofnunar vegna háskólanáms atvinnulausra gæti numið allt að fimmtíu milljónum króna. Fréttablaðið/vilhelm

„Við erum að svara mikilli eftirspurn fyrirtækja í hugverkaiðnaði eftir fólki. Þau fáu atvinnuleyfi sem við gefum út eru vegna starfa hjá hugbúnaðarfyrirtækjum. Það er greinilega ekki fólk hér í störfin,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Stofnunin sendi í vikunni hópi fólks á atvinnuleysisskrá á aldrinum 20 til 60 ára með menntun umfram grunnskólapróf og hefur verið á atvinnuleysisskrá í þrjá mánuði eða lengur boð um að hún bjóðist til að greiða skóla og skráningargjöld atvinnulausra í frumgreinanámi og í grunnnám tækni- og raungreina á háskólastigi í eitt ár frá og með næsta hausti. Námið er lánshæft. Gert er ráð fyrir að kostnaður Vinnumálastofnunar nemi 40 til 50 milljónum króna.

Atvinnuleysi mældist 7,5 prósent í júlí. Það jafngildir því að tæplega 12.600 manns hafi verið án atvinnu í mánuðinum. Helmingur atvinnulausra var með grunnskólapróf, tólf prósent með stúdentspróf og sextán prósent með háskólamenntun.

Gissur reiknar með að um 150 manns nýti sér boðið. „Ef áhuginn er meiri þá verðum við að skoða það,“ bætir Gissur við.

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×