Innlent

Áhugaverð tillaga sem gæti skipt máli

Sigmundur Davíð Formaður Framsóknarflokksins hefði viljað sjá meiri upplýsingar um útfærslu niðurgreiðslu vaxtakostnaðar. Fréttablaðið/Pjetur
Sigmundur Davíð Formaður Framsóknarflokksins hefði viljað sjá meiri upplýsingar um útfærslu niðurgreiðslu vaxtakostnaðar. Fréttablaðið/Pjetur

Tillagan um niðurgreiðslu vaxtakostnaðar er langáhugaverðust þeirra aðgerða sem boðaðar voru í gær til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Þetta er mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.

„Hitt er eitthvað sem komið var fram áður að miklu leyti og finnst mér í raun óeðlilegt að tala þar um svo og svo mikinn kostnað í tugum milljarða,“ segir Sigmundur.

„En þessi niðurgreiðsla á vaxtakostnaði er almenn aðgerð sem er áhugaverð og gæti skipt máli. Ég hegg hins vegar eftir því að ríkisstjórnin muni í samstarfi við aðila samkomulagsins leita leiða til þess að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni þessi útgjöld. Er þá ekki búið að ganga frá því hvernig þetta verður fjármagnað?“ spyr Sigmundur og veltir því fyrir sér hvort ríkissjóður komi á endanum til með að bera þennan kostnað.

„Ég hefði viljað sjá meiri upplýsingar um hvernig menn ætla að standa að þessu atriði sem mér finnst áhugaverðast í tillögunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×