Sport

Danir eiga bestu tenniskonu heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. Mynd/AP

Caroline Wozniacki varð í dag fyrsti Daninn til að komast í efsta sæti heimslistans í tennis. Hún er aðeins 20 ára og er fyrir löngu orðin ein allra vinsælasti íþróttamaður í Danmörku.

Wozniacki efsta sæti heimslistans með því að komast í í átta manna úrslita í WTA-mótinu í Peking í Kína. Wozniacki vann þá öruggan 2-0 sigur á Tékkanum Petra Kvitova, 6-3 og 6-2.

Wozniacki tók toppsætið af Serenu Williams sem gat ekki verið með á mótinu vegna meiðsla. Williams hefur ekki ekki keppt síðan að hún vann Wimbledon-mótið í júlí.

Wozniacki mætir hinni serbnesku Ana Ivanovic í átta manna úrslitunum en Ivanovic var á sínum tíma í efsta sæti heimslistans.

Wozniacki hefur unnið ellefu mót á ferlinum en fyrr á árinu komst hún í átta manna úrslit á opna franska mótinu og í undanúrslit á því opna bandaríska.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×