Körfubolti

Öruggur sigur hjá Orlando - Staðan 3-2 fyrir Boston

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jameer Nelson og Paul Pierce í leiknum í nótt.
Jameer Nelson og Paul Pierce í leiknum í nótt. AP

Sigur Orlando Magic á Boston í nótt var æði skautlegur. Boston leiðir þó enn seríuna, 3-2 í úrslitarimmu Austurdeildarinnar um sæti í sjálfri úrslitarimmunni um titilinn..

Orlando var skrefinu á undan allan tímann en hristi Boston ekki frá sér fyrr en í síðasta leikhlutanum. Orlando var 57-49 yfir í hálfleik og vann leikinn svo 113-92.

Kendrick Perkins hjá Boston þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik, Glen Davis fékk heilahristing og Rasheed Wallace fékk sína sjöttu villu þegar um fimm mínútur voru eftir. Hann sneri líka á sér bakið þannig að hann fann til.

Jameer Nelson skoraði 24 fyrir Orlando, persónulegt met hjá honum, og Dwight Howard 21, hann tók einnig 10 fráköst og var frábær í vörninni þar sem hann varði meðal annars fimm skot.

Hjá Boston var færra um fína drætti. Wallace var stigahæstur með 21 stig af bekknum, Rajon Rondo var með 19 og Paul Pierce 18. Liðið tók aðeins 26 fráköst í leiknum gegn 42 hjá Orlando.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×