Körfubolti

ESPN: Tim Duncan og Jason Kidd fengu falleinkunn fyrir Stjörnuleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sá besti og sá versti. Tim Duncan á ekki möguleika á að stoppa troðslu Dwyane Wade í nótt.
Sá besti og sá versti. Tim Duncan á ekki möguleika á að stoppa troðslu Dwyane Wade í nótt. Mynd/AP
Reynsluboltarnir Tim Duncan og Jason Kidd fengu F í einkunn frá ESPN fyrir frammistöðu sína í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í nótt. Þeir léku báðir með Vesturdeildinni sem tapaði 139-141 fyrir Austurdeildinni.

Tim Duncan, sem var að leika sinn tólfta stjörnuleik, var með 3 stig og 3 tapaða bolta á 13 mínútum en Jason Kidd, sem var að leika sinn tíunda stjörnuleik var með 1 stoðendingu, 1 stolinn bolta, 1 tapaðan bolta og 1 misheppnað skot á 6 mínútum.

Dwyane Wade var sá eini sem fékk hæstu einkunn (A+) en hann var valinn maður leiksins eftir að hafa verið með 28 stig, 11 stoðsendingar og 5 stolna bolta á 31. mínútu.

Þeir Chris Bosh (23 stig, 10 fráköst), Dwight Howard (17 stig, 5 fráköst, 3 varin) og LeBron James (25 stig, 6 stoðsendingar) í liði Austurdeildinni og þeir Carmelo Anthony (27 stig, 10 fráköst), Chauncey Billups (17 stig, 5 þristar) og Steve Nash (13 stoðsendingar á 20 mínútum) í liði Vesturdeildarinnar fengu allir A- hjá ESPN.



Einkunir ESPN fyrir frammistöðuna í Stjörnuleiknum 2010:

Austurdeildin: (sjá hér)

A+

Dwyane Wade

A-

Chris Bosh

Dwight Howard

LeBron James

B+

Al Horford

Derrick Rose

B

Joe Johnson

Paul Pierce

Rajon Rondo

C-

Kevin Garnett

David Lee

D

Gerald Wallace



Vesturdeildin: (sjá hér)

A-

Carmelo Anthony

Chauncey Billups

Steve Nash

B+

Pau Gasol

B

Kevin Durant

Dirk Nowitzki

Deron Williams

B-

Amare Stoudemire

C

Zach Randolph

D

Chris Kaman

F

Tim Duncan

Jason Kidd

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×