Innlent

Kaflaskipt veiði sem af er ágúst

Síldveiðin hefur verið kaflaskipt eftir að veiðar hófust á ný hjá skipum HB Granda. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að eftir frí um verslunarmannahelgina veiddist lítið en góðar torfur gáfu tímabundið góðan afla. Dálítið er af makríl í síldaraflanum en þegar Ingunn AK hætti veiðum var hún komin hátt í 200 mílur austur af Vopnafirði.

Síldin sem veiðst hefur að undanförnu er af ágætri millistærð eða um 230 til 240 grömm að þyngd. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×