Verja Valskonur bikarinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 09:30 Fyrirliðarnir með bikarinn. Fréttablaðið/Arnþór Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug. „Ég held að það sé bara ein í leikmannahópnum sem hefur spilað bikarúrslitaleik áður. Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og því er mikil spenna í liðinu," sagði Sandra Sigurðardóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Auðvitað er gott að hafa reynslu en maður spyr ekkert að því í leikslok. Ég held að það lið sem vilji þetta meira muni vinna titilinn," segir Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Stjarnan hefur komist þrisvar sinnum yfir á móti Val í tveimur leikjum liðanna í Pepsi-deild kvenna í sumar en báðum þeirra hefur lokið með jafntefli. „Við höfum ekki náð að vinna þær eða KR. Báðir leikirnir á móti þeim voru hörkuleikir. Við jöfnuðum rétt undir lokin í fyrri umferðinni og síðasti leikur var einnig hörkuleikur. Þær eru með mjög gott lið og að mínu mati ættu þær að vera aðeins ofar í töflunni," segir Katrín. „Miðað við tölfræði og stöðu í deildinni þá búast menn kannski við sigri þeirra en það er alltaf hægt að breyta tölfræðinni. Það er sóknarfæri í því að hafa allt að vinna," segir Sandra. Valsliðið hefur kynnst því bæði að tapa og vinna bikarúrslitaleik síðustu tvö ár, tapaði 0-4 fyrir KR 2008 og vann Breiðablik 5-1 í fyrra eftir framlengingu. „Það er ólíkt skemmtilegra að vinna en að tapa. Við munum gera allt til þess að vinna þennan leik. Við lærðum mikið af leiknum frá 2008. Maður er alltaf að læra og við höfum líka verið að misstíga okkur aðeins í sumar og höfum lært að því líka," sagði Katrín sem getur orðið bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum á morgun. Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug. „Ég held að það sé bara ein í leikmannahópnum sem hefur spilað bikarúrslitaleik áður. Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og því er mikil spenna í liðinu," sagði Sandra Sigurðardóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Auðvitað er gott að hafa reynslu en maður spyr ekkert að því í leikslok. Ég held að það lið sem vilji þetta meira muni vinna titilinn," segir Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Stjarnan hefur komist þrisvar sinnum yfir á móti Val í tveimur leikjum liðanna í Pepsi-deild kvenna í sumar en báðum þeirra hefur lokið með jafntefli. „Við höfum ekki náð að vinna þær eða KR. Báðir leikirnir á móti þeim voru hörkuleikir. Við jöfnuðum rétt undir lokin í fyrri umferðinni og síðasti leikur var einnig hörkuleikur. Þær eru með mjög gott lið og að mínu mati ættu þær að vera aðeins ofar í töflunni," segir Katrín. „Miðað við tölfræði og stöðu í deildinni þá búast menn kannski við sigri þeirra en það er alltaf hægt að breyta tölfræðinni. Það er sóknarfæri í því að hafa allt að vinna," segir Sandra. Valsliðið hefur kynnst því bæði að tapa og vinna bikarúrslitaleik síðustu tvö ár, tapaði 0-4 fyrir KR 2008 og vann Breiðablik 5-1 í fyrra eftir framlengingu. „Það er ólíkt skemmtilegra að vinna en að tapa. Við munum gera allt til þess að vinna þennan leik. Við lærðum mikið af leiknum frá 2008. Maður er alltaf að læra og við höfum líka verið að misstíga okkur aðeins í sumar og höfum lært að því líka," sagði Katrín sem getur orðið bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum á morgun.
Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira