Körfubolti

Andrei Kirilenko ætlar að ná þriðja leik Utah og Lakers

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Andrei er alveg með þetta.
Andrei er alveg með þetta. Nordicphotos/GettyImages
Andrei Kirilenko, hinn vanmetni leikmaður Utah Jazz, stefnir á að leika með liðinu í þriðja leiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-körfuboltans.

Kirilenko, eða AK-47 eins og hann er gjarnan kallaður, missti alveg af einvíginu við Denver og reyndar síðasta mánuðinum í deildinni vegna meiðsla á vinstri kálfa. Kirilenko sagði í gær að hann væri að verða betri og betri og setur stefnuna á leik þrjú á laugardaginn.

Kirilenko er mikilvægur hlekkur í liði Jazz, enda einn besti varnarmaður liðsins. Hann er auk þess með reyndari leikmönnum liðsins og því mun endurkoma hans vega þungt í þeim þunga róðri sem framundan er hjá Utah gegn Lakers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×