Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Mosfellsbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2010 20:01 Bjarni Fritzson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.
Olís-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira