Fótbolti

Rafael Marquez að elta Thierry Henry til New York Red Bulls

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Marquez með Mexíkó á HM í Suður-Afríku í sumar.
Rafael Marquez með Mexíkó á HM í Suður-Afríku í sumar. Mynd/Getty Images
Rafael Marquez ætlar að fylgja Thierry Henry frá Barcelona til bandaríska liðsins New York Red Bulls ef marka má fréttir spænska blaðsins Sport.

Erik Soler, íþróttastjóri félagsins, hefur alltaf sagt að Thierry Henry yrði ekki eini heimsþekkti leikmaðurinn sem kæmi til liðsins og nú er eins og Marquez sé sá sem hann var að tala um.

Hans Backe, þjálfari New York Red Bulls, þekkir vel til Rafael Marquez því hann var aðstoðarmaður Sven Goran Eriksson þegar Svíinn þjálfaði landslið Mexíkó.

„Ég vil yfirgefa Barcelona á góðum nótum. Ég vona að þetta gangi upp fljótlega og ég komist til félags þar sem ég fær að spila hvort sem það er í Bandaríkjunum, í Mexíkó eða annarsstaðar," sagði Rafael Marquez.

Rafael Marquez hefur spilað með Barcelona í sjö ár síðan að hann kom þangað frá Monakó árið 2003. Hann hefur leikið 94 landsleiki fyrir Mexíkó og skoraði 11. landsliðsmark á HM í Suður-Afríku í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×