Fótbolti

Lasergeisla var beint að Cristiano Ronaldo í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo var tekinn af velli í leiknum í gær.
Cristiano Ronaldo var tekinn af velli í leiknum í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid lenti enn á ný í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að lasergeisla var beint að honum í leiknum á móti Real Murcia í spænska bikarnum í gærkvöldi.

Ronaldo tókst ekki að skora í leiknum frekar en félagar hans í liðinu. Hann var búinn að skora 9 mörk í síðustu fjórum leikjum með Real Madrid og alls í sex leikjum í röð með Real og portúgalska landsliðinu.

Grænum leyergeisla var beint að Cristiano Ronaldo þegar hann ætlaði að taka aukaspyrnu á 72. mínútu leiksins samkvæmt frétt í spænska blaðinu Marca. Áhorfandinn sem beindi lasergeislanum að Ronaldo slapp inn í fjöldann áður en vallarstarfsmenn náðu í skottið á honum.

Nueva Condomina-völlurinn í Murcia er ekki sá fyrsti sem Ronaldo fær geisla á sig en það hefur einnig gerst á Nou Camp (Barcelona), Stade Velodrome (Marseille) og Stade Gerland (Lyon).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×