Viðskipti innlent

Þurfum ekki að borga vegna tryggingasjóðs - annað með mismununina

Þýski lögfræðingurinn í Evrópurétti, Tobias Fuchs frá Berlín, segir Hollendinga og Breta hafa óraunhæfar hugmyndir um innistæðutryggingasjóð varðandi Icesave og að Ísland myndi líklega vinna slíkt dómsmál ef svo bæri undir. Þetta kom fram í viðtali við hann í Silfri Egils.

Tobias birti grein í þýsku lögfræðitímariti um málið þar sem hann sagði það ekki raunhæft að ætlast til þess að innistæðutryggingasjóður gæti tryggt upphæðir að fullu í bankahruni. Féð sem lagt er í sjóðinn kemur frá fyrirtækjunum sjálfum.

Ef tryggingasjóður ætti að ná utan um heildarskuldir banka hvers ríkis þá væru óraunhæfar byrðar settar á fjármálafyrirtæki og greiðslur þeirra til sjóðsins.

Tobias segir annað mál gegna um mismunun á tryggingum innistæðna eftir þjóðerni. Þar myndu Íslendingar sennilega tapa nema ríkið bæri fyrir sig tilfallandi réttlætingu. Slíkt sé þó afar vandmeðfarið að mati Tobiasar.

Tobias tók hinsvegar skýrt fram að Íslendinga þyrftu alltaf að borgar Icesave, sigur í dómsmáli myndi aðeins fresta þeirri staðreynd að Ísland þyrfti að taka á sig ábyrgðina að mati Tobiasar.

Hann sagði svipaðan árangur í raun hafa náðst af því að neita að gangast í ábyrgð í þjóðaratkvæðagreiðslunni og semja upp á nýtt.

Fyrir þá sem vilja lesa greinina þá má finna hana á þýsku hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×