Innlent

Munur aukist í 16,7 prósent

Kynbundinn launamunur meðal félagsmanna í Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) mælist nú 16,7 prósent samkvæmt nýrri könnun. Munurinn hefur aukist lítillega frá því í fyrra, þegar hann mældist 15,7 prósent. Árið 2008 var munurinn 18,9 prósent.

Kvenkyns félagsmenn í stéttarfélögunum þremur eru með 25,8 prósentum lægri laun en karlkyns félagsmenn. Þegar tekið hefur verið tillit til aldurs, starfsaldurs, starfsstéttar og vinnutíma er kynbundinn launamunur hins vegar 16,7 prósent.- bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×