Notkun aukist um helming 19. ágúst 2010 05:15 Rannsókn Unnið er að úttekt á rítalínnotkun, og eru niðurstöður væntanlegar bráðlega segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Notkun rítalíns og annarra lyfja sem notuð eru við athyglisbresti og ofvirkni, ADHD, hefur aukist um helming milli áranna 2006 og 2009 samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Íslendingar notuðu tæplega 1,7 milljónir dagskammta af lyfjunum á síðasta ári, en notuðu um 1,1 milljón skammta árið 2006. Kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfjanna stefnir í 762 milljónir króna á árinu, miðað við kostnað fyrstu sex mánuði ársins. Kostnaðurinn hefur nær þrefaldast frá 2006, en hafa verður í huga að gengisfall krónunnar hefur haft áhrif á kostnaðinn. Um 2.700 börn og unglingar yngri en 20 ára fengu ávísað rítalíni á síðasta ári, og um 1.500 fullorðnir 20 ára eða eldri. Notkun á rítalíni hefur aukist um 51 prósent frá árinu 2006 án þess að dregið hafi úr notkun á öðrum sambærilegum lyfjum. Mest er aukningin hjá fullorðnum. „Ég hef látið fara fram athugun á rítalínnotkun undanfarnar vikur og ég á von á því að það dragi til tíðinda í þeim málum fyrir mánaðamót," segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir notkun þessara lyfja margfalt meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þá sé áhyggjuefni að lyfið sé notað sem fíkniefni og selt á götunni. „Það er klárt að það þarf að grípa til aðgerða. Landlæknir er að skoða hvað hann getur gert og ég er að skoða hvað ég get gert."- bj, þeb Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Notkun rítalíns og annarra lyfja sem notuð eru við athyglisbresti og ofvirkni, ADHD, hefur aukist um helming milli áranna 2006 og 2009 samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Íslendingar notuðu tæplega 1,7 milljónir dagskammta af lyfjunum á síðasta ári, en notuðu um 1,1 milljón skammta árið 2006. Kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfjanna stefnir í 762 milljónir króna á árinu, miðað við kostnað fyrstu sex mánuði ársins. Kostnaðurinn hefur nær þrefaldast frá 2006, en hafa verður í huga að gengisfall krónunnar hefur haft áhrif á kostnaðinn. Um 2.700 börn og unglingar yngri en 20 ára fengu ávísað rítalíni á síðasta ári, og um 1.500 fullorðnir 20 ára eða eldri. Notkun á rítalíni hefur aukist um 51 prósent frá árinu 2006 án þess að dregið hafi úr notkun á öðrum sambærilegum lyfjum. Mest er aukningin hjá fullorðnum. „Ég hef látið fara fram athugun á rítalínnotkun undanfarnar vikur og ég á von á því að það dragi til tíðinda í þeim málum fyrir mánaðamót," segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir notkun þessara lyfja margfalt meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þá sé áhyggjuefni að lyfið sé notað sem fíkniefni og selt á götunni. „Það er klárt að það þarf að grípa til aðgerða. Landlæknir er að skoða hvað hann getur gert og ég er að skoða hvað ég get gert."- bj, þeb
Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira