Öryggi barna á sundstöðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:15 Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun