Fótbolti

Barcelona komið með fimm stiga forskot á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Barcelona fögnuðu fjórum sinnum í kvöld.
Leikmenn Barcelona fögnuðu fjórum sinnum í kvöld. Mynd/AFP

Barcelona tryggði sér fimm stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Sevilla á Camp Nou í kvöld. Lionel Messi varð í leiknum sextándi leikmaður Barcelona sem nær því að skora hundrað mörk fyrir félagið en hann skoraði tvo síðustu mörk Barca.

Real Madrid tapaði fyrir Athletic Bilbao fyrr í kvöld og það þýddi að Barcelona gat náði öruggu forskoti á toppnum sem og Evrópumeistararnir gerðu.

Fyrsta mark Barcelona kom þó ekki fyrr en á 49. mínútu og það var sjálfsmark hjá Julien Escude.

Pedro Rodriguez bætti við öðru marki á 70. mínútu efrir sendingu frá Xavi en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Thierry Henry aðeins sex mínútum áður.

Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútunum. Fyrra markið skoraði hann á 85. mínútu eftir sendingu frá Dani Alves en þetta var hans hundraðasta mark fyrir Barcelona.

Seinna markið skoraði hann síðan á laglegan hátt í uppbótartíma eftir að hafa fengið sendingu frá Eric Abidal í gegnum vörn Sevilla-liðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×